VALMYND ×

Bókagjöf

Í morgun barst skólanum bókagjöf frá samtökunum Stöndum saman Vestfirðir. Samtökin voru stofnuð árið 2016 með það í huga að standa saman að því að bæta samfélagið okkar eins og hægt er. Í þetta sinn var ákveðið að safna fyrir bókagjöf í alla leik- og grunnskóla á Vestfjörðum, en það eru alls 13 leikskólar og 12 grunnskólar. Markmiðið er að allir skólar á Vestfjörðum fái fallegar jólabækur til að hægt sé að eiga góða jóla lestrarstund.

Samtökin hafa staðið fyrir tveimur söfnunum á þessu ári, annars vegar fyrir heyrnamælingartæki fyrir HVEST og hins vegar fyrir hjartastuðtækjum til nota á skíðasvæðinu á Ísafirði.

Við þökkum kærlega fyrir þessa rausnarlegu og góðu gjöf, sem á eflaust eftir að gleðja marga lesendur.

Deila