Bókagjöf
Foreldrafélag Grunnskólans á Ísafirði og Penninn-Eymundsson tóku höndum saman í síðustu viku til að safna bókum fyrir bókasafn skólans. Átakið fór þannig fram að dagana 20.-25. apríl bauðst foreldrum og öðrum velunnurum skólans að kaupa bækur á 20% afslætti og ánafna bókasafni G.Í. Til að auðvelda val á bókum hafði skólabókasafnið lagt fram óskalista sem lá frammi í versluninni.
Í morgun kom starfsmaður bóksölunnar færandi hendi í skólann með fullan kassa af glænýjum og ilmandi bókum fyrir safnið. Kassinn innihélt átján nýútkomnar bækur og er ekki að efa að nemendur munu kunna vel að meta þær. Við kunnum öllum sem tóku þátt í átakinu bestu þakkir fyrir!
Deila