Blár apríl
Alþjóðlegur dagur einhverfu var 2. apríl síðastliðinn og stendur styrktarfélag barna með einhverfu fyrir styrktar- og vitundarátakinu Blár apríl. Stofnanir og fyrirtæki verða meðal annars lýst upp í bláum lit þennan mánuðinn.
Rétt eins og blæbrigði bláa litarins eru birtingarmyndir einhverfu óteljandi því hver einstaklingur hefur sinn stað
á rófinu með öllum þeim áskorunum sem einhverfu fylgja.
Við hvetjum starfsfólk og nemendur skólans til að klæðast einhverju bláu af þessu tilefni föstudaginn 10. apríl næstkomandi.
Deila