Bakpokar frá Snerpu
Á föstudaginn fengu nemendur glaðning frá Snerpu. Allir fengu bakpoka með endurskini. Þar sem nemendur 5. bekkjar eru að byrja í íþróttum á Torfnesi í vetur þá fannst okkur tilvalið að kalla þessa poka Torfnespokana og allir nemendur verða vel sýnilegir þegar þau ganga í skólann eftir íþróttatímann á fimmtudögum.
Deila