VALMYND ×

Árshátíðarmyndbönd

1.bekkur á sviði
1.bekkur á sviði

Árshátíð skólans fór fram miðvikudaginn 24.mars síðastliðinn og var skólum landsins lokað af sóttvarnarástæðum í lok þess dags. Ætlunin var að sýna árshátíðaratriði allra bekkja aftur á fimmtudeginum, en það tókst ekki. Við vorum samt það heppin að fá Viðburðastofu Vestfjarða til að taka upp allar sýningar á miðvikudeginum. Foreldrar hafa nú fengið krækjur á sýningar sinna barna og geta hlaðið þeim niður til 1. júní næstkomandi. Efnið verður einnig varðveitt hér í skólanum. 

Við fyllumst alltaf stolti þegar við sjáum stóra sem smáa á sviði og allir hafa sín hlutverk og leggja sig fram um að skila sínu sem best. Ekki má heldur gleyma þeim nemendum sem standa utan sviðs og gera þetta gerlegt með stjórnun hljóðs, lýsingar, förðunar og sviðsstjórnar. 

Við vonum að aðstandendur séu ánægðir með þá lausn að taka sýningarnar upp, þar sem ekki var mögulegt að bjóða áhorfendum í hús í þessu covid-ástandi. Njótið vel!

Deila