VALMYND ×

Árshátíð lokið

Síðustu daga hefur svo sannarlega verið líf og fjör hér í skólanum. Nemendur og starfsfólk hafa staðið í ströngu við að gera árshátíð skólans sem veglegasta og má með sanni segja að það hafi tekist enn eitt árið. 

Yfirskrift árshátíðarinnar að þessu sinni var Tónlist og voru sýningar 5 talsins fyrir fullu húsi í hvert skipti. Því miður geta ekki allir nemendur séð alla bekki á sviði, þar sem við þurfum að takmarka aðgang vegna plássleysis. En sýningarnar voru allar teknar upp og verða aðgengilegar á næstunni.

Við viljum þakka öllum fyrir frábæra árshátíð, ekki síst nemendum sem fara alltaf á kostum ár eftir ár.

 

Deila