Árshátíð í næstu viku
Miðvikudaginn 20. mars og fimmtudaginn 21. mars verður árshátíð skólans haldin. Yfirskriftin þetta árið er ,,Innlit í áratug" og verður gaman að sjá hvert hver og einn árgangur leiðir okkur að þessu sinni. Nemendur hafa æft stíft þessa vikuna og er spennan farin að magnast. Það getur verið flókið að koma 390 nemendum í hlutverk, en allt hefst þetta að lokum með mikilli vinnu og útsjónarsemi starfsmanna. Ekki má gleyma því að fjölmargir nemendur koma að tæknimálum, kynningum, förðun, sviðsstjórn og fleiru, auk þeirra sem stíga á svið, þannig að styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín sem best og öll hlutverk mikilvæg.
Við höfum nú fjölgað sýningum frá því í fyrra, þegar áhorfendafjöldi flæddi nánast út úr húsi á kvöldsýningu. Við höfum því tvær kvöldsýningar þetta árið til að mæta því. Sýningarnar verða eins og hér segir:
Miðvikudagur 20. mars 2024
1.sýning kl. 9:00, flytjendur 1. - 6. bekkur, nemendur í 1. og 2. bekk horfa á ásamt sínum gestum
2.sýning kl.11:00, flytjendur 5.-10.bekkur, nemendur í 5. og 6. bekk horfa á ásamt sínum gestum
3.sýning kl.20:00, flytjendur 7.-10.bekkur, nemendur í 7. og 8. bekk horfa á ásamt sínum gestum.
Fimmtudagur 21.mars 2024
4.sýning kl. 9:00, flytjendur 1. - 6. bekkur, nemendur í 3. og 4. bekk horfa á ásamt sínum gestum
5.sýning kl.11:00, flytjendur 1. - 4. bekkur, nemendur Tanga og unglingastig horfa á (engir utanaðkomandi gestir)
6.sýning kl.20:00, flytjendur 7.-10. bekkur, nemendur 9. og 10. bekk horfa á ásamt gestum.
Miðaverð er kr. 1.000 fyrir gesti og er hægt að nýta miðann á fleiri en eina sýningu ef á þarf að halda. Aðeins er tekið við peningum, enginn posi á staðnum. Andvirði miðasölu fer í tækjasjóð. Við biðjum foreldra og aðra gesti að virða skipulagið eins og hægt er til að komast hjá sem mestri mannþröng.
Deila