Appelsínugul veðurviðvörun
Á morgun, mánudaginn 18.mars 2024 er appelsínugul veðurviðvörun og spáð norðaustan 18-25 m/s og snjókomu. Við bendum foreldrum á verklag Ísafjarðarbæjar er óveður geisar, en samkvæmt því geta foreldrar haldið börnum sínum heima og tilkynnt það í gegnum Mentor.
Við munum taka stöðuna í fyrramálið og gefum frekari upplýsingar fyrir kl. 7:00 ef röskun verður á skólahaldi.
Deila