Annaskil og þorrablót
Nú styttist í annaskil með viðeigandi námsmati. Haustönninni lýkur föstudaginn 22. janúar og fá nemendur vitnisburði annarinnar í byrjun febrúar. Í framhaldi af því verða svo foreldraviðtöl miðvikudaginn 17. febrúar.
Föstudaginn 22. janúar, á bóndadaginn, er einnig hið árlega þorrablót 10. bekkjar, sem hefur verið einn af hápunktunum í félagslífi nemenda síðastliðin ár. Nemendur og starfsfólk hafa nú tekið fram dansskóna og æfa gömlu dansana í tíma og ótíma og verður gaman að sjá dansfimina þegar að þorrablótinu sjálfu kemur.
Deila