Alþjóðlegur dagur kennara
Kennarar eru í forgrunni 5. október ár hvert en þá er Alþjóðadagur kennara haldinn hátíðlegur. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á mikilvægi kennarastarfsins og huga um leið að menntun kynslóða framtíðarinnar.
Við eigum frábæra kennara í skólanum okkar sem daglega mæta margvíslegum áskorunum í störfum sínum og búa yfir miklum eldmóði og metnaði fyrir hönd sinna nemenda. Fyrir það erum við þakklát. Til hamingju með daginn kennarar!
Deila