Alþjóðlegur dagur bókarinnar
Alþjóðlegur dagur bókarinnar er 23. apríl og í tengslum við hann hefur Foreldrafélag Grunnskólans á Ísafirði staðið fyrir átaki til styrktar bókasafni skólans síðustu árin í samstarfi við bókaverslunina Pennann/Eymundsson. Verslunin býður 20% afslátt af bókum sem fólk getur keypt til að gefa safninu. Í versluninni liggur frammi óskalisti frá skólanum en allar bækur eru að sjálfsögðu vel þegnar.
Þetta átak Foreldrafélagsins og bókaverslunarinnar hefur skilað góðum árangri á síðustu árum og er mikilvægt fyrir skólabókasafnið, auk þess sem hlýhugur og stuðningur foreldra við safnið er ómetanlegur.
Deila