Alþjóðlegi dansdagurinn
Alþjóðlegi dansdagurinn er haldinn hátíðlegur þann 29. apríl um heim allan frá árinu 1982. Dagsetningin er til minningar um fæðingardag Jean-Georges Noverre, sem fæddist árið 1727 og var mikill dansumbótasinni.
Markmið dansdagsins er að yfirstíga pólitískar, menningarlegar og siðfræðilegar hindranir og færa fólk nær hvert öðru í friði og vináttu með sameinginlegu tungumáli – dansinum.
Nemendur í 1. - 7. bekk G.Í. létu ekki sitt eftir liggja í dansinum og söfnuðust saman í skólaportinu nú áðan og stigu nokkra dansa í tilefni gærdagsins.
Deila