Afrakstur þemadaga kynntur
Í dag lauk þemadögum með yfirgripsmikilli sýningu í nýja anddyri skólans. Þar gat að líta ýmsar útfærslur á vinnu nemenda síðustu tvo daga. Framfarir og sköpun var yfirskrift þemadaganna að þessu sinni og mátti sjá samantekt og myndir frá framförum í gegnum tíðina og allt til nýsköpunar á hinum ýmsu tækjum og tólum. Krakkarnir stóðu sig einstaklega vel í öllu þessu umstangi sem þemadögum fylgir eins og á afrakstrinum sést.
Margir foreldrar og velunnarar skólans komu og skoðuðu sýninguna í dag og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna. Sýningin verður opin á næstunni og er öllum velkomið að koma við og sjá hvað ungdómurinn er frjór í hugsun.
Nálgast má myndir og myndbönd frá þemadögunum og sýningunni sjálfri hér til vinstri á síðunni, undir hnöppunum myndasafn og myndbönd.
Deila