VALMYND ×

Æfingaferð til Manchester

2.flokkur BÍ/Bolungarvíkur (Mynd: Manchester æfingaferð - Facebook)
2.flokkur BÍ/Bolungarvíkur (Mynd: Manchester æfingaferð - Facebook)
1 af 2

Á þriðja tug nemenda í 9. og 10. bekk eru nú í æfingaferð með 2. og 3. flokki BÍ/Bolungarvíkur í Manchester í Englandi. Hópurinn hóf daginn í dag á skoðunarferð á Old Trafford leikvanginn sem er eflaust drauma áfangastaður margra ungra knattspyrnumanna. Hægt er að fylgjast með ferðinni á Facebook síðu hópsins. 

Við vonum að krakkarnir njóti ferðarinnar og eigi góða heimkomu.

 

Deila