VALMYND ×

Aðalfundur Foreldrafélags G.Í.

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Ísafirði verður haldinn á morgun, 2. október kl. 20:00, í sal skólans.  Hefðbundin aðalfundarstörf.  Núverandi stjórn gefur öll kost á sér áfram. 

Að loknum aðalfundi mun Margrét Pála Ólafsdóttir, upphafskona Hjallastefnunnar á Íslandi, halda erindi um börn og skóla. Hún var reglulegur gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 í fyrra vetur og fjallaði þar um börn og skóla í víðu samhengi og mun fyrirlesturinn vera í þeim anda. 
Foreldrar og forráðamenn grunnskólabarna á Ísafirði eru hvattir til að koma og eiga saman góða kvöldstund.

Deila