7.bekkur kominn að Reykjum
Nú um hádegið kom 7.bekkur að Reykjum í Hrútafirði, þar sem hann mun dvelja fram á fimmtudag í skólabúðum UMFÍ. Lögð verður áhersla á félagsfærni, samskipti og samveru og fá nemendur tækifæri til þess að efla leiðtogahæfni sína og sjálfsmynd og vinna með styrkleika sína. Við vonum að krakkarnir njóti dvalarinnar og komi sterkari inn í veturinn.
Deila