7.bekkur heimsækir OV
Í morgun heimsóttu nemendur 7.bekkjar Orkubú Vestfjarða, þar sem nemendur eru að læra um orku, virkjanir og fleira. Birgir Örn Birgisson, svæðisstjóri og Árni Sverrir Sigurðsson, vélfræðingur tóku á móti hópnum og fræddu nemendur um ýmsa þætti starfseminnar. Krakkarnir voru áhugasamir og spurðu margra spurninga og eru eflaust margs vísari eftir heimsóknina. Hópurinn vill þakka OV kærlega fyrir góðar móttökur.
Deila