VALMYND ×

7.bekkur á heimleið

Mynd frá Reykjum
Mynd frá Reykjum

Nú er 7. bekkur á heimleið frá Reykjum í Hrútafirði og er áætluð heimkoma á milli kl. 17:00 og 17:30.

Sú hefð að 7. bekkur fari í skólabúðirnar er orðin alllöng og hefur gefist afar vel. Nemendur dvelja frá mánudegi til föstudags í búðunum ásamt nokkrum af starfsmönnum skólans. Starfið beinist að sömu markmiðum og í grunnskólum og auk þess er lögð sérstök áhersla á að auka samstöðu, efla samvinnu og félagslega aðlögun og fleira. Það er þroskandi að takast á við nýjar áskoranir og margir hafa t.d. aldrei sofið annarsstaðar en heima hjá sér, svo að dæmi sé tekið.

Það er sérstaklega ánægjulegt að Ísafjarðarbær hefur boðið öllum sínum nemendum endurgjaldslaust í skólabúðirnar allt frá árinu 2014, en innkoma af árshátíð nemenda G.Í. hefur dekkað ferðakostnað, þannig að enginn kostnaður fellur á heimilin. Það er reynsla okkar að allir koma ríkari heim eftir dvöl að Reykjum og minningarnar varðveitast um ókomin ár.

 

Deila