VALMYND ×

3. bekkur í sveitaferð

1 af 4

Í gær fór 3. bekkur í sveitaferð að Hólum í Dýrafirði. Þar var tekið sérlega vel á móti hópnum með djús og bakkelsi. Krakkarnir skoðuðu féð, fengu að halda á heimalningum, kynnast 3 hundum og sjá hvernig veðurathugun fer fram.

Ferðin var mjög vel heppnuð og allir alsælir. Hópurinn vill koma á framfæri þakklæti til ábúenda á Hólum.

Deila