1.bekkingar fá hlífðarhjálma
Í mörg ár hefur Kiwanisklúbburinn Básar á Ísafirði komið færandi hendi og gefið nemendum 1.bekkjar hlífðarhjálma að gjöf. Markmið hjálmaverkefnis þeirra hefur frá upphafi verið að stuðla að öryggi barna í umferðinni og nýtast hjálmarnir vel við notkun reiðhjóla, hjólabretta og hjólaskauta.
Það voru glaðir krakkar sem fóru heim með hjálmana sína í dag og hvetjum við alla til að merkja þá vel. Við þökkum Kiwanismönnum kærlega fyrir þessa veglegu gjöf og vonum að nemendur njóti vel.
Deila