VALMYND ×

1. des. hátíð

Nemendur í 8. -10. bekk skólans hafa undanfarin ár sett upp leikrit sem sýnt hefur verið á 1. des. hátíð skólans. Söngleikurinn Anní  varð fyrir valinu þetta árið og verður hann frumsýndur fyrir unglingastig skólans föstudaginn 2. des. kl. 20:00 í sal skólans. 

Tvær sýningar verða fyrir almenning, sú fyrri sunnudaginn 4. des. kl. 16:00 og sú síðari mánudaginn 5. des. kl 20:00.

Leikstjórar eru þau Elfar Logi Hannesson, Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir og Sigurrós Eva Friðþjófsdóttir. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 1000 kr. en 500 fyrir 16 ára og yngri.

Deila