VALMYND ×

10.bekkur í skólaferðalagi

Mynd: heydalur.is
Mynd: heydalur.is

Í gærmorgun hélt 10. bekkur í sitt árlega skólaferðalag ásamt umsjónarkennurum og fulltrúum foreldra. Þetta árið var ákveðið að fara í Heydal í Mjóafirði sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu.

Eftir gærdaginn var búið að fara í reiðtúra, á kajak og í sund. Í dag verður svipuð dagskrá auk gönguferða eða fjallgangna, þannig að hópurinn hefur nóg fyrir stafni.

Áætluð heimkoma er svo um hádegisbilið á morgun.

Deila