VALMYND ×

Vorverkadagur

Nemendur gæddu sér á grilluðum pylsum að góðu dagsverki loknu
Nemendur gæddu sér á grilluðum pylsum að góðu dagsverki loknu
1 af 3

Í dag var vorverkadagur hér í skólanum, þar sem hverjum árgangi var úthlutað ákveðið verkefni í samstarfi við Ísafjarðarbæ, en þessa vikuna er einmitt græn vika. Sjá mátti nemendur víða um bæinn við að gróðursetja, hreinsa beð og stíga, raka og setja niður kartöflur svo fátt eitt sé nefnt. Veðrið lék við okkur og í lokin bauð mötuneytið öllum upp á grillaðar pylsur.