Vorverkadagur
Í dag var vorverkadagur hjá skólanum í samstarfi við umhverfissvið Ísafjarðarbæjar. Hver árgangur fékk ákveðið verkefni t.d. að setja niður kartöflur, gróðursetja í Tunguskógi, tína rusl og hreinsa opin svæði, laga göngustíg í Tunguskógi og fleira.
Veðrið lék við okkur í dag og gerði starfið mun skemmtilegra og auðveldara fyrir vikið. En það er ljóst að það hafa aldeilis duglegar hendur verið að störfum í morgun og bærinn orðinn mun snyrtilegri og fínni.