Vinningshafi í eldvarnagetraun
Í dag, á sjálfan 112 daginn, komu þeir Hermann Hermannsson og Hlynur Kristjánsson frá Slökkviliði Ísafjarðar færandi hendi og afhentu Sólveigu Perlu Veigarsdóttur Olsen í 3. MH verðlaun í eldvarnagetraun sem árgangurinn tók þátt í fyrir jólin. Vinningurinn var ekki af verri endanum en í vinningspokanum reyndist vera reykskynjari, viðurkenningarskjal, eintak af tímaritinu Slökkviliðsmaðurinn ásamt 10.000 kr. Við óskum Sólveigu Perlu innilega til hamingju með verðlaunin.