VALMYND ×

Vinningshafar í ævintýralestri

Wiktoria hlaut 6 bækur um Óvættaför í verðlaun
Wiktoria hlaut 6 bækur um Óvættaför í verðlaun
1 af 3

Frá 1. mars til 15. maí s.l. stóð IÐNÚ bókaútgáfa fyrir átaki í ævintýralestri undir yfirskriftinni ,,Lesa, lita, skapa". Átakið fólst í því að nemendur læsu þrjár ævintýrabækur að eigin vali, lituðu mynd af ævintýrum Tom og Elenu úr bókunum Óvættaför, eða sköpuðu sitt eigið ævintýri með því að teikna mynd, skrifa ævintýri, teikna myndasögu, búa til myndband eða taka ljósmyndir.

Það er skemmst frá því að segja að þrír nemendur úr 2. og 3. bekk G.Í. hlutu verðlaun í hverjum flokki fyrir sig og fengu þeir viðurkenningar sínar afhentar í gær. Þetta voru þau Stígur Aðalsteinn Arnórsson og Clara Charlotte Árnadóttir í 2. bekk og Wiktoria Majewska í 3. bekk. Við óskum þeim innilega til hamingju með frábæra frammistöðu og verðskulduð verðlaun.

Deila