VALMYND ×

Vinaliðaverkefni að hefjast

Planið fyrstu vikuna
Planið fyrstu vikuna
1 af 6

Í næstu viku  hefja vinaliðar störf í frímínútum fyrstu fjóra virka daga vikunnar. Krakkarnir sem kosnir voru lýðræðislegri kosningu, hafa fengið námskeið varðandi sín hlutverk og eru með allt á hreinu og tilbúnir til starfa á mánudaginn.

Vinaliðaverkefnið snýst um það að setja upp leikstöðvar í frímínútunum hjá 4. - 7. bekk og stjórna vinaliðar því að allt fari vel fram á hverri stöð. Það er von skólans að með þessu finni allir eitthvað við sitt hæfi í frímínútunum og enginn verði afskiptur.

Nánari upplýsingar varðandi verkefnið má finna hér inni á heimasíðu Árskóla á Sauðárkróki, sem stýrir verkefninu á landsvísu.

 

Deila