VALMYND ×

Viðurkenning í eldvarnagetraun

Orri Norðfjörð ásamt Hlyni Kristjánssyni frá Slökkviliði Ísafjarðarbæjar
Orri Norðfjörð ásamt Hlyni Kristjánssyni frá Slökkviliði Ísafjarðarbæjar

Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fór fram í grunnskólum landsins í nóvember síðast liðinn. þar sem nemendur í 3. bekk fengu m.a. fræðslu um eldvarnir. Nemendur tóku þátt í eldvarnagetraun slökkviálfanna Loga og Glóðar og er nú búið að draga úr réttum lausnum.

Einn nemandi Grunnskólans á Ísafirði var dreginn út og fékk viðurkenningu, en það var Orri Norðfjörð í 3.ÁH. Þeir Hlynur Kristjánsson og Hermann G. Hermannsson frá Slökkviliði Ísafjarðarbæjar komu í heimsókn í gær og afhentu Orra verðlaunin.