Vestfjarðakeppni Samfés
Undankeppni söngkeppni Samfés á Vestfjörðum verður haldin í kvöld, föstudagskvöldið 10. febrúar. Að þessu sinni verður keppnin haldin í íþróttahúsi Súðavíkurskóla frá kl. 20:00 - 21:30. Keppendur koma frá Hólmavík, Ísafjarðarbæ og Súðavík og er öllum velkomið að mæta. Að keppni lokinni verður haldið ball fyrir 8. til 10. bekk, þar sem Haffi Haff mun halda uppi stuðinu.
Aðgangseyrir er 1000 kr. á söngvakeppnina og ballið, en miðasala fer fram á staðnum. Aðeins er hægt að greiða með peningum.
Deila