VALMYND ×

Verum ástfangin af lífinu

Þorgrímur Þráinsson Mynd: NB forlag
Þorgrímur Þráinsson Mynd: NB forlag

Í gær heimsótti Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og fyrrverandi knattspyrnumaður nemendur í 9. og 10. bekk með fyrirlesturinn ,,Verum ástfangin af lífinu".  Þar fjallaði hann um markmiðasetningar, árangur og lífið sjálft og hvatti nemendur til að láta drauma sína rætast með því að bera ábyrgð á eigin lífi, setja sér markmið, hafa trú á sjálfum sér til að ná markmiðunum og skipuleggja sig í samræmi við það.

Þorgrímur fjallaði einnig um mikilvægi þess að halda góðu jafnvægi milli einkalífs, atvinnu og tómstunda til þess að þroskast fallega og lifa björtu lífi. Þá hvatti hann nemendur til að sýna samkennd, bera virðingu fyrir öllum og hafa hugrekki til að fylgja hjartanu, því við erum öll einstök og eigum að njóta þess.

Þorgrímur hefur farið með þennan fyrirlestur sinn um allt land og er nær alveg einstaklega vel til nemenda. Við þökkum honum kærlega fyrir komuna.

Deila