Verum ástfangin af lífinu
Í dag heimsækir Þorgrímur Þráinsson rithöfundur okkur og heldur tvo fyrirlestra, einn fyrir 8. - 10. bekk og annan fyrir 6. og 7. bekk.
Fyrri fyrirlesturinn sem ætlaður er 8. - 10. bekk nefnist ,,Verum ástfangin af lífinu" og fjallar um mikilvægi þess að unglingar axli ábyrgð á eigin velferð, krakkarnir láti drauma sína rætast og séu óhræddir við að fara út fyrir þægindahringinn. Lífið er núna en ekki í gær eða á morgun.
Í seinni fyrirlestrinum upplýsir Þorgrímur nemendur 6. - 7. bekkjar um hvernig hann vinnur sem rithöfundur og leiðbeinir þeim varðandi skapandi skrif með það að markmiði að efla læsi og styrkja þar með sjálfsmynd nemenda.
Í kvöld býður foreldrafélag skólans foreldrum nemenda í 8. - 10. bekk upp á fyrirlestur Þorgríms ,,Verum ástfangin af lífinu". Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00 og er í dansstofu skólans.
Deila