VALMYND ×

Verðlaun fræðslunefndar

Frá vinstri: Berglind, Harpa, Katrín Sif og Finney. Á myndina vantar þau Bryndísi og Jón Hálfdán.
Frá vinstri: Berglind, Harpa, Katrín Sif og Finney. Á myndina vantar þau Bryndísi og Jón Hálfdán.
1 af 3

Í morgun kom Finney Rakel Árnadóttir, formaður fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar ásamt fríðu föruneyti og veitti skólanum verðlaun fyrir framúrskarandi skólaumhverfi. Verðlaunin voru veitt vegna verkefnisins Útistærðfræði á unglingastigi, en heiðurinn að því verkefni eiga stærðfræðikennararnir Berglind Árnadóttir, Bryndís Bjarnason, Harpa Henrýsdóttir, Jón Hálfdán Pétursson og Katrín Sif Kristbjörnsdóttir.

Haustið 2021 fóru stærðfræðikennarar í GÍ á námskeið um útikennslu og eftir það var ákveðið að hafa útistærðfræði vikulega í unglingadeildinni veturinn 21-22. Hugmyndin byggir á því að nemendur fái aðgengileg verkefni sem tengjast nærumhverfinu og krefjast þess að hugsað sé á stærðfræðilegan hátt svo hægt sé að leysa þau. Kennarar sáu miklar breytingar á viðhorfi nemenda til stærðfræðinnar og margir sáu loksins gleðina og gagnið í stærðfræðinámi svo ákveðið hefur verið að halda þessu áfram núna veturinn 22-23.

Auk þessa verkefnis hlaut Grunnskóli Önundarfjarðar viðurkenningu fyrir verkefnið Brú milli skólastiga - samstarf leik- og grunnskóla og óskum við þeim innilega til hamingju.

Deila