Vel heppnuð rýmingaræfing
Í gær var rýmingaræfing hér í skólanum í samstarfi við Slökkvilið Ísafjarðarbæjar. Nauðsynlegt er að æfa útgönguleiðir og skipulag ef til bruna kæmi. Allir árgangar eiga sinn ákveðna stað í nágrenni skólans til að safnast saman og þurfa þá nafnalistar að vera klárir til að bregðast við ef einhver nemandi skilar sér ekki á söfnunarstað. Eins er með starfsfólk að merkja þarf við alla viðstadda til að stemma allt af.
Rýmingaræfingin tókst vel í alla staði og tók rétt rúmar 2 mínútur að tæma alla bygginguna.
Deila