VALMYND ×

Vel heppnaður skíða- og útivistardagur

Göngutúr í Tungudal
Göngutúr í Tungudal
1 af 5

Veðrið lék aldeilis við okkur í gær þegar haldinn var skíða- og útivistardagur í Tungudal hjá 5. - 10. bekk. Nemendur brunuðu niður brekkurnar á skíðum, brettum, þotum, sleðum eða þoturössum. Einnig fóru nemendur í góða göngutúra, enda umhverfið einstaklega fallegt á svona góðviðrisdegi. 

Við erum svo sannarlega heppin að búa hér í þessari náttúruparadís þar sem útivistarsvæðið er nánast í bakgarðinum og hægt að stökkva til með skömmum fyrirvara.