Vel heppnað þorrablót 10. bekkjar
Þorrablót 10. bekkinga sem haldið var s.l. föstudag, tókst mjög vel í alla staði, en þar skemmtu nemendur, foreldrar og starfsmenn skólans sér saman. Hefðbundinn þorramatur var á borðum, þar sem hver og ein fjölskylda kom með sitt eigið trog samkvæmt venju. Skemmtiatriði voru ekki af verri endanum, en á meðal atriða var sundsýning feðra sem vakti mikla lukku og einnig brugðu kennarar á leik.
Að borðhaldi loknu var stiginn dans og augljóst að nemendur höfðu æft mjög vel undanfarnar vikur og dönsuðu af mikilli snilld.
Deila