Vel heppnað jólaföndur
Á dögunum stóð Foreldrafélag Grunnskólans á Ísafirði fyrir jólaföndri í sal skólans. Mjög góð mæting var á föndrið en hátt í 200 börn, foreldrar og ættingjar mættu og föndruðu saman, drukku kakó og borðuðu piparkökur. Föndrið hefur svo sannarlega fest sig í sessi á aðventunni og hefur þátttakan verið mjög góð hingað til.
Nánari upplýsingar um félagið og starfsemi þess má nálgast á heimasíðu félagsins.
Deila