Nemendur í 6. - 10. bekk hafa undanfarið fengið svokallað valtímabil í íþróttum. Eitt af því sem þá er í boði er útivist. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hafa krakkarnir notið góða veðursins og renndu sér á ruslapokum niður brekkuna við Seljalandsveginn.