Útistærðfræði
Nú er allur snjór loksins horfinn úr portinu hjá okkur og hitastigið á uppleið. 2. bekk fannst því upplagt að drífa sig út í stærðfræði og unnu krakkarnir á þremur stöðvum. Á einni stöðinni áttu þeir að velja hluti til mælinga á lengd og breidd, á þeirri næstu var farið í leikinn 10-20 og á síðustu stöðinni var bíll látinn renna á þremur mismunandi brautum og niðurstöður skráðar. Það var mikil gleði og kátína í þessum stærðfræðitíma eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Deila