VALMYND ×

Útikennsla

1 af 3

Með hækkandi sól fjölgar kennslustundum utan dyra. Í gær nýtti 2. bekkur sér góða veðrið til útiveru í stærðfræði og náttúrufræði.

Annar hópurinn fór í klukkubingó í blómagarðinum þar sem þurfti að finna gula miða og athuga hvort sami tími passaði við klukkur á bingóspjaldinu.

Hinn hópurinn fór í vettvangsferð með myndavélar og spjaldtölvu til fuglaskoðunar. Hópurinn sá nokkrar tegundir fugla og náði að smella af nokkrum myndum áður en þeir flugu í burtu.

Deila