VALMYND ×

Úrslitakeppnin í Skólahreysti MS

Úrslitakeppnin í Skólahreysti MS 2013 fer fram í Laugardalshöll fimmtudaginn 2. maí kl. 20:00. Grunnskólinn á Ísafirði sigraði sinn riðil í undanúrslitunum og keppir því til úrslita ásamt ellefu öðrum skólum víðs vegar að af landinu. RÚV sýnir beint frá keppninni kl. 20:00.

Stuðningsmenn G.Í. fjölmenna suður til að styðja við bakið á sínu liði og fer rúta á fimmtudagsmorgun frá skólanum. Keppendur G.Í. eru Friðrik Þórir Hjaltason, Patrekur Brimar Viðarsson, Eva Rún Andradóttir og Guðný Birna Sigurðardóttir, sem er ný í liðinu. Til vara eru þau Gísli Rafnsson og Elín Ólöf Sveinsdóttir og þjálfari er Árni Heiðar Ívarsson.

Við óskum krökkunum góðs gengis og fylgjumst að sjálfsögðu með í sjónvarpinu.

Deila