VALMYND ×

Úrslit í stóru upplestrarkeppninni

Frá vinstri: Svanhildur Helgadóttir, Pétur Ernir Svavarsson og Birkir Eydal
Frá vinstri: Svanhildur Helgadóttir, Pétur Ernir Svavarsson og Birkir Eydal

Í gærkvöld fór fram lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar í Hömrum. Níu nemendur frá grunnskólum á norðanverðum Vestfjörðum tóku þátt þetta árið, en það eru þeir nemendur sem skarað hafa fram úr í sínum skólum. Fyrir hönd G.Í. tóku þátt þau Anna María Daníelsdóttir, Birkir Eydal, Lára Sigrún Steinþórsdóttir, Snjólaug Björnsdóttir og Pétur Ernir Svavarsson og stóðu þau sig öll með mikilli prýði.

Skáld keppninnar þetta árið eru þau Friðrik Erlingsson og Þóra Jónsdóttir. Keppendur lásu brot úr sögunni Benjamín dúfa eftir Friðrik Erlingsson, ljóð eftir Þóru Jónsdóttur og eitt ljóð að eigin vali.

Úrslit urðu þau að Svanhildur Helgadóttir frá Grunnskóla Bolungarvíkur sigraði, í öðru sæti varð Pétur Ernir Svavarsson G.Í. og Birkir Eydal G.Í. hafnaði í því þriðja. 

Dómarar voru þau Halldóra Rósa Björnsdóttir, Ingvar Örn Ákason, Sigrún Sigurðardóttir og Bergur Torfason.

Í hléi var boðið upp á tónlistarflutning 7. bekkinga G.Í. Jóhanna Ósk Gísladóttir lék á fiðlu við undirleik Ivonu Frach, Guðrún Kristín Kristinsdóttir og Ína Guðrún Gísladóttir léku fjórhent á píanó og Mikolaj Frach lék einleik á píanó við góðar viðtökur áheyrenda.

Við óskum öllum þessum krökkum innilega til hamingju með góða frammistöðu.

Deila