Úrslit í Skólahreysti
Grunnskólinn á Ísafirði hefur lokið keppni í Skólahreysti þetta árið, en liðið hafnaði í öðru sæti í Vestfjarðariðlinum. Sameinað lið Grunnskólanna á Suðureyri og í Súðavík sigraði riðilinn og vann sér þar með þátttökurétt í úrslitakeppninni, sem haldin verður í Laugardalshöllinni þann 2. maí n.k.
Við erum stolt af krökkunum okkar og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og einnig óskum við sigurvegurum til hamingju með sinn glæsilega árangur.
Deila