Úrslit í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) voru tilkynnt með viðhöfn í Háskólanum í Reykjavík í fyrradag þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra ávörpuðu hugvitsfólkið og ahentu verðlaun í ýmsum flokkum. Keppnin var nú haldin í 28. sinn og bárust yfir 1200 hugmyndir, frá 38 skólum víðs vegar af landinu. Dómnefnd valdi 26 hugmyndir í vinnusmiðjuna, þ.e. úrslitakeppnina og var ein hugmynd frá G.Í. þar á meðal. Það voru þær Tanja Kristín Ragnarsdóttir og Elma Katrín Steingrímsdóttir sem komust áfram með hugmynd sína, sem fór í gegnum strangt matsferli þar sem hagnýti, nýnæmi og markaðshæfi var metið. Þær stöllur hönnuðu brauðrist með nýsköpunartvisti sem virkar þannig að brauðsneiðarnar falla sjálfar á disk undir brauðristinni þegar þær eru tilbúnar.
Sigurvegarar NKG 2019 voru þær Anna Valgerður Árnadóttir og Oliwia Huba úr Brekkubæjarskóla á Akranesi með hafragrautaruppáhellara. Nánari upplýsingar um úrslit og keppnina sjálfa má finna hér.