VALMYND ×

Úrslit í Freestyle

Danshópurinn Wild girls sigraði í Freestyle dansi. Mynd: Hólmfríður Vala Svavarsdóttir
Danshópurinn Wild girls sigraði í Freestyle dansi. Mynd: Hólmfríður Vala Svavarsdóttir

Danshópurinn Wild girls úr 6. bekk dansaði til sigurs í Freestylekeppninni sem haldin var s.l. miðvikudag undir stjórn Evu Friðþjófsdóttur. Stelpurnar sjö sem skipa danshópinn eru þær Anna María Daníelsdóttir, Auður Líf Benediktsdóttir, Birta Rós Þrastardóttir, Guðrún Kristín Kristinsdóttir, Ína Guðrún Gísladóttir, Jóhanna Jóhannsdóttir og Sara Dögg Ragnarsdóttir.

Í 2. sæti var danshópurinn Stormurinn, en það voru þau Birgitta Brá Jónsdóttir, Bjarni Pétur Marel Jónasson, Einar Torfi Torfason og Tatjana Snót Brynjólfsdóttir.

Í 3. sæti var svo hópurinn Kók í dós, þau Birgitta Brá Jónsdóttir, Jóhanna Ósk Gísladóttir, Lára Sigrún Steinþórsdóttir og Tatjana Snót Brynjólfsdóttir.

Auk keppenda sýndu tvær stúlkur úr 10. bekk, þær Guðmunda Líf Gísladóttir og Kristín Harpa Jónsdóttir þrjá dansa. Ásgeir Kristján Karlsson úr 9. bekk og Baldur Björnsson úr 8. bekk röppuðu lagið Smekklegt sem þeir fluttu í Samfés keppninni í fyrri mánuði, auk þess sem sigurvegarar Freestyle keppninnar frá í fyrra stigu dans. Kynnar voru þær Guðmunda Líf Gísladóttir, Isabel Alejandra Diaz og Kristín Harpa Jónsdóttir.
Dómnefndinni var vandi á höndum að gera upp á milli þeirra fimm frábæru danshópa sem tóku þátt í þetta sinn, enda stóðu þeir sig allir með stakri prýði. Dómarar voru þau Atli Þór Gunnarsson, Erla Sighvatsdóttir, Henna-Riika Nurmi og Margrét Lilja Vilmundardóttir. Við óskum öllum þátttakendum innilega til hamingju með árangurinn.

Deila