VALMYND ×

Úrslit Stóru upplestrarkeppninnar

Frá vinstri: Sveinbjörn Orri Heimisson, Rósbjörg Edda Rúnarsdóttir, Sigrún Jóhannsdóttir og Björk Einisdóttir, formaður dómnefndar.
Frá vinstri: Sveinbjörn Orri Heimisson, Rósbjörg Edda Rúnarsdóttir, Sigrún Jóhannsdóttir og Björk Einisdóttir, formaður dómnefndar.
1 af 3

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Hömrum í gærkvöldi. Á hátíðinni lásu 10 nemendur úr 7. bekk, brot úr sögu eftir Bryndísi Björgvinsdóttir og ljóð  eftir Guðmund Böðvarsson. Fulltrúar okkar voru þau Helena Haraldsdóttir, Júlíana Lind Jóhannsdóttir, Rakel Damilola Adeleye, Rósbjörg Edda Rúnarsdóttir og Sveinbjörn Orri Heimisson, auk þess sem tríó úr 7. bekk G.Í. lék eitt lag.

Krakkarnir stóðu sig allir með stakri prýði og var það Sigrún Jóhannsdóttir frá Grunnskóla Önundarfjarðar sem bar sigur úr býtum. Í öðru sæti varð Rósbjörg Edda Rúnarsdóttir G.Í og Sveinbjörn Orri Heimisson G.Í. hafnaði í því þriðja. Hljómsveit úr 7. bekk G.Í. lék fyrir gesti á milli atriða.  

Dómnefnd skipuðu þau Björk Einisdóttir, Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Eiríkur Örn Norðdahl, Heiðrún Tryggvadóttir og Margrét Geirsdóttir.  

Við óskum sigurvegaranum og öllum þessum góðu lesurum innilega til hamingju með frábæra frammistöðu.