VALMYND ×

Upplýsingar vegna neyðarstigs almannavarna

Þar sem neyðarstigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar viljum við koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

  • Skólinn mun halda uppi starfsemi eins lengi og unnt er.
  • Markmið er að starfsmenn skóla haldi áfram störfum þó að nemendur eða starfsfólk sé sent heim vegna sóttvarnarráðstafana.
  • Kennarar eru að undirbúa fjarkennslu og heimanám ef til þess kemur.
  • Í skólanum hefur handspritti verið komið fyrir við aðalinngang skólans og við matsal, auk allra salerna í skólanum.
  • Leiðbeiningar um hvernig draga megi úr sýkingarhættu hefur verið komið fyrir á nokkrum stöðum í skólanum (á íslensku, ensku og pólsku).
  • Kennarar hafa farið yfir handþvott með nemendum.
  • Lögð er áhersla á að þrífa vel yfirborðsfleti, svo sem handrið, hurðarhúna, ljósarofa og fleira.
  • Nemendum í mötuneyti er skammtað á diskana til að draga úr smithættu.

    Í ljósi aðstæðna höfum við ákveðið að fresta árshátíð skólans að sinni og munum við taka stöðuna eftir páska.

    Það er mikilvægt samfélagslegt verkefni að tryggja að menntun og skólahald líði sem minnst fyrir þessar aðstæður og því treystum við á góða samvinnu heimila og skóla nú sem endranær.
Deila