VALMYND ×

Unglingum boðið upp á frían hafragraut

Frá og með áramótum eru breytingar á gjaldskrá skólamötuneytis um 5-8% og er þar horft til hækkunar verðlags. Stök máltíð og ávextir hækka um 5% og mjólkuráskrift um 7-8%. Veittur er 10% afsláttur af hádegismat ef barn er skráð alla skóladaga í bundna áskrift í heila önn. Eftir hækkun kostar stök máltíð miðað við mánaðargjald kr. 515 en kostaði kr. 490 áður.

Nýtt í gjaldskrá er að hafragrautur fyrir 7. - 10. bekk verður gjaldfrjáls. Þetta er gert til að mæta þörf þeirra unglinga sem ekki gefa sér tíma, eða hafa ekki lyst á morgunmat fyrir klukkan 8. Við sjáum til hver reynslan verður af þessu, áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. Vonandi eiga margir unglingar eftir að nýta sér þetta, en grauturinn verður afgreiddur í matsal skólans kl. 9:20 dag hvern. Við bendum á að þeir sem hyggjast nýta sér þennan möguleika þurfa að skrá sig í grautaráskriftina.

Matseðill fyrir janúar er tilbúinn og er skráning í fullum gangi. Síðasti skráningardagur er á morgun, fimmtudaginn 29. desember. 

Deila