VALMYND ×

Undurbúningur hafinn vegna samkomubanns

Við erum byrjuð á undirbúningi á skipulagi skólastarfsins til að mæta samkomubanninu sem sett hefur verið á vegna Covid 19 veirunnar. Það er í mörg horn að líta og alveg ljóst að röskun verður á skólastarfinu, t.d. bara það að nemendur mega aldrei vera fleiri en 20 í hóp og hóparnir mega ekki hittast kallar á ýmsar breytingar. Við ætlum að leggja okkur fram og gera það sem er í okkar valdi til að hægja á framgangi veirunnar. Nú sem endranær náum við bestum árangri með góðu samstarfi heimila og skóla og þegar við leggjumst öll á eitt þá getum við svo margt. Það eru mismunandi aðstæður hjá nemendum og ef einhverjir foreldrar vilja halda börnunum sínum heima t.d. vegna undirliggjandi sjúkdóma hjá börnum eða aðstandendum þá höfum við fullan skilning á því. Þeir foreldrar sem kjósa að hafa börnin sín heima hafi samband við skólann (umsjónarkennara) og það verður komið til móts við þau börn með heimanámi og fjarkennslu.

Á morgun er starfsdagur í skólanum og þið fáið upplýsingar seinni partinn þegar við verðum búin að leggja línurnar. Við verðum að taka einn dag í einu og við komum til ykkar upplýsingum í tölvupósti, hér á heimasíðu skólans og facebook síðunni.

Deila