VALMYND ×

Tónlist fyrir alla

Karl Olgeirsson og Sigga Eyrún
Karl Olgeirsson og Sigga Eyrún
1 af 2

Í dag fengum við aldeilis góða heimsókn, þegar tónlistarfólkið Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir komu og sungu og léku fyrir alla árganga skólans, í boði verkefnisins Tónlist fyrir alla. Nemendur voru til mikillar fyrirmyndar og tóku virkan þátt í atriðinu, þar sem spunninn var söguþráður og tónlist á staðnum.

Tónlist fyrir alla er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga sem hefur staðið fyrir reglubundnu tónleikahaldi í grunnskólum landsins fyrir tugþúsundir barna frá árinu 2002. Á þessum árum hefur verkefnið skipað sér fastan sess og orðið til þess að góð lifandi tónlist nær eyrum barna sem mörg hver færu á mis við hana ella. Eru allir sammála um ágæti þessa uppeldisstarfs, jafnt tónlistarmennirnir, sem vilja miðla list sinni til barna, skólamenn og ekki síst börnin sjálf sem oftast eru gagntekin af þessari reynslu.