VALMYND ×

Tónlist fyrir alla

Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans mun koma í heimsókn til okkar á morgun á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla. Hljómsveitin ætlar að fara með okkur í stutt ferðalag í máli, myndum og tónum til nokkurra af Balkanlöndunum. Á tónleikunum verður spilað á allskonar skemmtileg hljóðfæri s.s. saxófón, klarínett, tamboura, bouzouki, saz, tapan o.fl.

Tónleikarnir verða í Hömrum sem hér segir:
kl. 11:15 - 11:55  8.-10. bekkur

kl. 12:20 - 13:00  5.-7. bekkur og

kl. 13:00 - 13:40  1.-4. bekkur.  

 

Upphaf skólatónleika á Íslandi má rekja aftur til ársins 1994, þegar íslensku þjóðinni barst peningagjöf frá Norðmönnum í tilefni af lýðveldisafmæli Íslands árið 1994 og skyldu þessir fjármunir notaðir til að efla tónlistar- og menningarstarf í grunnskólum á Íslandi.

Allt frá árinu 1995 hefur verði staðið fyrir tónleikum í grunnskólum landsins þar sem boðið er upp á vandaða skólatónleika fyrir börn þar sem skemmtun og menntun haldast í hendur.

Deila